Latabæjarhátíð í Hagkaup Smáralind
Á laugardaginn 6. september kl. 12:00–14:00 verður sannkölluð hátíð í Hagkaup Smáralind þegar við fögnum frábærri þátttöku í sumar og kveðjum Latarbæjarleikinn með stæl.
Allir sem hafa tekið þátt eru hvattir til að koma með stigaseðlana sína og sækja verðlaun fyrir glæsilegan árangur. Á svæðinu verður sjálfur Íþróttaálfurinn sem tryggir fjör, hreyfingu og gleði fyrir gesti á öllum aldri – sannkölluð fjölskylduskemmtun þar sem enginn lætur sér leiðast!
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Hagkaup Smáralind og fagna saman í anda Latabæjar!