Fermingarveisla í anda Soffíu í Skreytum hús

10. mars 2020

Soffía Dögg blómaskreytir, sem kennd er við vefsíðuna Skreytum hús, undirbýr nú fermingarveislu dóttur sinnar en hún hefur tekið að sér að skreyta fjölmargar veislur fyrir aðra í gegnum tíðina. Við fengum Soffíu til að kíkja í verslanir Smáralindar og koma með hugmyndir að skreytingum fyrir veisluna.

Soffía Dögg hjá Skreytum hús.
Valdís Anna, dóttir Soffíu, fermist í Bessastaðakirkju í lok mánaðarins en eru þær mæðgur með eitthvað ákveðið þema fyrir veisluna?

„Við erum ekki beint með neitt þema en erum með ákveðinn stíl og nokkra fallega liti sem við völdum saman og blöndum „vintage“ munum við nýja hluti. Við gerðum „moodboard“ sem er eins konar uppskrift af því útliti sem við viljum ná fram.“

Okkur leikur forvitni á að vita hvort mamman eða fermingarbarnið ráði? „Þetta er samvinnuverkefni okkar mæðgna og ég ber allt undir hana. En þar sem hún er ekkert sérstaklega mikið að spá í þessu þá „réð“ hún bara mömmu sína í verkið,“ segir Soffía og skellir uppúr.

Fermingarkjóll Valdísar Önnu á sér merkilega sögu en sá er tæplega sextíu ára brúðarkjóll af móður Soffíu og því einstaklega dýrmætur í hjörtum þeirra mæðgna.

Á Soffía einhverja uppáhaldsverslun þegar kemur að því að finna skraut fyrir veislur?

Ég fer nú alltaf víða, en í Smáralind er alltaf hægt að finna eitthvað fallegt í Søstrene Grene.

Við spurðum Soffíu að lokum hvort hún ætti eitthvað sniðugt ráð fyrir byrjendur í veisluhöldum.

„Gætið þess að festast ekki í einum lit – það er svo algengt að setja t.d. „bleikt“ þema og svo er verið að reyna að finna næstum allt í sama bleika litnum. Það er bara oft svo mikið fallegra að blanda saman nokkrum tónum og muna umfram allt að hafa gaman af þessu.

Síðan má bæta við að falleg afskorin blóm og kertaljós gera alltaf notalega stemningu og maturinn sjálfur á svo eftir að skreyta heilan helling á veisluborðinu.“

Hér að neðan má finna nokkrar hugmyndir frá Soffíu eftir leiðangur hennar í Smáralind.

Kertastjakar úr H&M Home er á góðu verði og í miklu úrvali.

Nóg til af föndurvörum í A4.

Kökudiskar í æðislegum litum fást í Pennanum Eymundsson.

Sætar stafablöðrur fást í Tiger.

H&M Home er með gríðarlegt úrval af blómavösum og skrauti fyrir veisluna.

Æðislegur Pom Pom-hringur í A4.

Stafalímmiðar fást í A4, tilvaldir til að skreyta blómavasa eða kortakassa með.

Kerti í ýmsum litum frá Tiger.

Fallegir munir úr Tiger.

Søstrene Grene er í uppáhaldi hjá Soffíu. 



Fallegir kassar úr Søstrene Grene.

Servíettur frá Reykjavík Letterpress fást í Hagkaup.

Og margskonar skemmtilega skreytt pappírsrör.

Grafískir blómavasar og bakkar úr Dúka.

Blómavasar úr Líf og list.

Fallegir hnettir sem fást í Pennanum Eymundsson. Flottir á veisluborðið en líka sem fermingargjöf.

Falleg afskorin blóm og blómapottar fást í Bjarkarblómum í Smáralind. Þar er einnig hægt að fá tilbúnar skreytingar í öllum stærðum og gerðum og fyrir öll tilefni.

Glerkúpullinn er úr H&M Home.

Sjáið meira á Instagrammi Skreytum hús undir highlights.