Ekki gleyma að gleðja konuna í þínu lífi á sunnudaginn

22. febrúar 2019

Á sunnudaginn er konudagurinn og þá er gaman að gera eitthvað sérstakt fyrir konuna í þínu lífi. Í Smáralind er endalaust úrval af gjöfum fyrir tilefnin stór sem smá, til að auðvelda þér leitina eru hér nokkrar hugmyndir. 

Komdu konunni þinni (hvort sem það er maki, mamma eða amma) á óvart með fallegum blómum, smá pakka, ljúffengri köku eða smá tíma í ró og næði með góðum kaffibolla og skemmtilegu lesefni. Bjóddu henni út að borða og í bíó á eftir eða gefðu henni Gjafakort Smáralindar og farðu með henni í smá verslunarferð. Hvað sem þú ákveður að gera þá er það alveg á hreinu að allar konur kunna að meta það að fá smá dekur á konudaginn.