Komdu og sjáðu Töfraheim speglanna

17. febrúar 2020

Dagana 18. febrúar til 4. mars fer fram bráðskemmtileg vísindasýning fyrir alla fjölskylduna hér í Smáralind þar sem gestir fá að skoða, gera tilraunir og uppgötva ný og óvenjuleg sjónarhorn í umhverfinu.

Stækkað, brenglað, öfugt og margfalt...Töfraheimur speglanna er skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa. Sýningargestir fá að skoða, gera tilraunir og uppgötva um leið ný og óvenjuleg sjónarhorn í umhverfinu í gegnum spegla af öllum stærðum og gerðum. Sýningin er staðsett á fjórum stöðum á 1. hæð göngugötu Smáralindar og er öllum opin. 

Komdu og sjáðu spegilmynd af spegilmynd af spegilmynd!