Komdu á Páskabingó Smáralindar!

2. apríl 2019

Páskabingó Smáralindar verður haldið laugardaginn 23. mars kl. 13. Hinn bráðskemmtilegi Lalli töframaður verður bingóstjóri og í verðlaun verða gómsæt páskaegg frá Nóa Siríus. 

Það eru allir velkomnir á bingóið og það kostar ekkert að taka þátt. Eitt bingóspjald er á mann á meðan birgðir endast. Bingóið fer fram á 1. hæð á svæðinu á milli Jack & Jones og Dressmann. Hlökkum til að sjá þig!