Klassískt og trendí

15. maí 2019

Góðar gallabuxur eru gulls ígildi og fallegur blazer-jakki er skyldueign hverrar konu. Hér koma hugmyndir að stíliseringu á þessum klassísku flíkum.

Það er ekkert lát á vinsældum dýramynstra í tískuheiminum. Þessir eru hrikalega smart við gallabuxur og flottan blazer-jakka. Zara, 5.595 kr.

Trend dagsins í Smáralind

Kamellitur og öll blæbrigði beislitar eru málið í sumar. Veldu jakka með belti sem undirstrikar mittið, sérstaklega ef buxurnar eru með beinu eða víðu sniði. Zara, 15.995 kr.

Trend dagsins í SmáralindLátlaust skart setur punktinn yfir i-ið. Þessi staki lokkur er úr smiðju George Jensen. Jens, 48.900 kr.

Trend dagsins í Smáralind

Úr sem blandar saman gulli og silfri eru á sama tíma klassísk og móðins í dag. Meba, 31.600 kr.

Trend dagsins í Smáralind

Hlýrabolirnir frá Rosemunde eru skyldueign og ganga við allt og öll tilefni. Karakter, 7.995 kr.

Trend dagsins í SmáralindPaintpot-in frá Mac eru frábær fyrir áreynslulaust útlit. Liturinn Laying Low er hlýr og passar vel inn í beisleitt sumartrendið. Kremaður augnskugginn helst líka á allan liðlangan daginn, sem er alltaf plús fyrir nútímakonuna. Mac, Smáralind.

Trend dagsins í SmáralindGóðar gallabuxur eru himnasending. Upphátt snið er líka einstaklega klæðilegt en nú er vinsælast að gallabuxurnar víkki örlítið út að neðan eða séu beinar og endi við ökklann. Wedgie-sniðið er málið en það er til í mörgum litum, Levi´s, 14.900 kr.

Trend dagsins í Smáralind

Framkallaðu náttúrulega sólkysst útlit með kremaða sólarpúðrinu frá Chanel. Notaðu bursta úr gervihárum og nuddaðu í kringum andlitið og yfir nefið. Hagkaup.

Trend dagsins í Smáralind

Við vonum að við þurfum sem mest á sólgleraugum að halda í sumar. Þessi koma úr smiðju Ray Ban. Optical Studio, 19.900 kr.

Trend dagsins í Smáralind

Frá vorsýningu tískuhússins Max Mara.
Trend dagsins í SmáralindTrend dagsins í Smáralind