Klassísk kaup

21. janúar 2020

Einn fylgjandi okkar á Instagram óskaði eftir því að vita hvað væri ómissandi í fataskápinn. Hér eru ráðleggingar stílista Smáralindar, sem hefur reynt allar þessar vörur á eigin skinni.

Góðar buxur eru gulls ígildi. Mile High Super Skinny frá Levi´s eru klassík, jafnvel þó sumar tískudívur séu jafnvel komnar með örlítinn leiða á skinny-sniðinu. Að okkar mati er þó nauðsynlegt að eiga einar góðar og þá jafnvel í svörtum lit, sem gengur við allt. Sniðið nær hátt upp á mittið og er úr teygjanlegu efni sem endist vel. Við mælum eindregið með.

Mömmugallabuxur hafa verið hrikalega vinsælar undanfarin misseri og þær bestu sem við höfum fundið koma frá Monki en stíllinn heitir Taiki. Þær koma í mörgum litum og eru alveg yndislega hallærislegar á góðan hátt og úr alvöru gallaefni.

Beinar "næntís"-gallabuxur eru nýjasta trendið í buxum og úrvalið er endalaust (fyrir bæði kynin) í Weekday. Týpan Voyage er ótrúlega töff.

Klassískur stuttermabolur er nauðsyn í hvern fataskáp og uppáhaldið okkar er einmitt kallaður Favorite T-Shirt og fæst í Selected í nokkrum litum og með mismunandi hálsmáli.

Þægilegustu brjóstahaldarar heims fást í Lindex. Við elskum týpuna Flirt. Lindex, 4.599 kr.

Ein mest notaða flíkin í fataskápnum okkar er silkimjúki hlýrabolurinn frá Rosamunde sem kemur í ýmsum útfærslum og litum. Hann gengur vel við gallabuxur jafnt sem dragtarbuxur eða pils eða undir peysur. Verslunin Karakter selur Rosemunde.

Átfitt er ekki fullkomnað nema með góðum blazer. Við elskum jakkana úr Zara. 

Blazer úr ullarblöndu, Zara, 10.995 kr.

Zara, 10.995 kr.

Þessi flotti blazer er úr Weekday.

Við elskum að leika okkur með trendí hárfylgihluti eins og þessa fallegu "schrunchie" úr Monki.

Zara, 8.995 kr.

Leðurstígvél með mátulegum hæl er skótau sem gengur við hvaða dress sem er og því óneitanlega góð kaup. Þessi eru frá Vagabond og fást í Steinari Waage í Smáralind á 22.995 kr.

Á Íslandi er klassísk kápa skyldueign. Zara, 18.995 kr.

Hlý ullarpeysa er okkar besti vinur á hryssingslegum vetrarmorgnum. Nú eru þær á 40-60% afslætti í Karakter.

Klassísk skyrta er eitthvað sem gott er að eiga í fataskápnum. Flíkurnar frá Esprit standast tímans tönn. Esprit, Smáralind, 7.595 kr.

Við elskum þessa lokka frá Sif Jakobs, því þeir eru alger klassík með smá "tvisti". Þeir fást í Meba á 8.900 kr.

Kíktu í heimsókn í Smáralind og gerðu fantagóð kaup á útsölunni. Sjáumst!