Jólabasar Hringsins

23. nóvember 2020

Jólabasar Hringsins hefur opnað á 1. hæð Smáralindar við hliðina á verslununum Esprit og Dressmann. Basarinn verður í Smáralind til og með sunnudagsins 6. desember.

Jólabasar Hringskvenna er fastur liður í jólaundirbúningi margra og ein helsta fjáröflunarleið Hringsins. Í ár verður basarinn staðsettur í Smáralind. Basarinn er staðsettur á 1. hæð Smáralindar við hliðina á verslununum Esprit og Dressmann. Basarinn er opinn á sama tíma og almennur opnunartími Smáralindar segir til um.

Á basarnum er hægt að kaupa fallegar jólavörur sem Hringskonur búa til, svo sem löbera, jólatrésdúka, jólasokka, kransa og jólagjafapoka. Um helgar verða svo kökurnar vinsælu til sölu. Allt fé sem Hringskonur safna rennur óskipt til Barnaspítala Hringsins. Við hvetjum því alla sem leggja leið sína í Smáralind að kíkja við hjá Hringskonum og styrkja þeirra frábæra starf. 

Allt fé sem Hringurinn safnar rennur til Barnaspítala Hringsins