Hvað á ég að kaupa á útsölunni?

3. janúar 2020

Ekki kaupa bara „eitthvað“ á útsölunni. Það eru klassísk byrjendamistök. Hér er nokkuð sem við mælum heilshugar með að fjárfesta í á útsölunni í Smáralind.

Klassískar yfirhafnir eins og rykfrakkar, ullarkápur og blazerar verða að teljast góð kaup. Nú er flestallt á 40% afslætti í Karakter sem selur hágæða yfirhafnir frá vörumerkjum eins og Tommy Hilfiger og Samsøe & Samsøe.

Karakter

Nú er hægt að fá æðislega ullarkápur og klassískar yfirhafnir í Zara á enn hagstæðari kjörum á útsölunni.

Comma er með fallegar og klassískar kápur.

Fallegur frakki úr herradeild Zara.

Kynþokkafull og karlmannleg kápa úr ullarblöndu frá Zara. Nú á 11.995 kr.

Klassískir kulda- og leðurskór eru fjárfesting sem stenst tímans tönn. Ekki er verra ef þú finnur slíkar gersemar á útsölu.

Steinar Waage

Tax Free-dagar eru reglulega í Hagkaup. Þá er um að gera að slá til og kaupa snyrtivörur sem maður veit að virka vel. Synchro Skin Self Refreshing-farðinn frá Shiseido sló öll met á árinu sem var að líða og við mælum heilshugar með honum og hyljaranum í stíl.

Esprit selur hágæða fatnað og fylgihluti fyrir bæði kynin og því tilvalið að gera góð kaup um þessar mundir.

Esprit

Djúsí vetrarpeysa frá Tommy Hilfiger úr Karakter. Þar er flestallt á 40% afslætti.

Klassískar skyrtur úr Selected svíkja engan.

Kuldagallar eru skyldueign allra barna og því ekki úr vegi að splæsa í einn slíkan á 40% afslætti í Name it á janúarútsölunni.

Við þurfum öll nærföt og gott er að endurnýja með ferð í Lindex og fá jafnvel hjálp við að finna rétta stærð á brjóstahaldara.

Einfaldur vinnukjóll sem eldist vel er eitthvað sem sniðugt er að kaupa á útsölunni. Þessi er úr smiðju Tommy Hilfiger og fæst í Karakter á góðum afslætti.

Sjáumst í góðum gír á útsölunni í Smáralind!