Hvað á ég að kaupa á Tax Free? (Förðunarfræðingur mælir með!)

6. febrúar 2020

Nú standa Tax Free-dagar yfir í Hagkaup í Smáralind til 10. febrúar. Vantar þig nýjan maskara eða ertu að leita að besta farðanum? Förðunarfræðingur Smáralindar mælir hér með því allra besta í bransanum.

Einn umtalaðast farði seinni tíma er Synchro Skin Self Refreshing-farðinn frá Shiseido. Að okkar mati einn allra besti farði sem við höfum prófað. Hann bráðnar ofan í húðina, helst á allan daginn og nær að hylja vel og vera náttúrulegur á sama tíma. 5 stjörnur af 5. Sömu sögu er að segja um hyljarann í sömu línu. Nælið ykkur í hann á Tax Free-verði, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

Það er góð hugmynd að kaupa sér æðislegan maskara á Tax Free-díl. Við mælum með Faux Cils frá YSL.

Sjálfbrúnka er nánast staðalbúnaður á þessum dimmustu og verstu. St. Tropez-brúnkufroðan klikkar ekki.

Brow Blade frá Urban Decay er snilldar augabrúnavara sem er með blautan "eyeliner" öðrum megin og hefbundinn pensil hinum megin. Aldrei verið auðveldara að líkja eftir augabrúnahárum.

Á Tax Free-dögum er tilvalið að splæsa í uppáhaldsilmvatnið eða prófa eitthvað alveg nýtt. Gucci kom nýverið á markað með ferska tvennu sem á án efa eftir að falla í kramið hjá mörgum.

Við getum ekki án highlighters verið og Becca gerir þá allra bestu í bransanum. Hvort sem þú fílar þá í fljótandi, föstu, kremuðu-eða stiftformi er það til hjá Becca. 

Ef þið smellið hér sjáið þið hvernig ólíkar gerðir eru bornar á húðina til að fá Hollywood-ljóma. ---) becca

Blauti eyelinerinn frá Sensai er sá besti í bransanum og hrikalega auðveldur í notkun. Svo er líka hægt að kaupa áfyllingu á hann, sem er alltaf umhverfisvænn kostur.

Ef þig hefur lengi dreymt um ákveðna augnskuggapallettu er ekki úr vegi að gera vel við sig núna. Palletturnar frá Urban Decay klikka seint. 

Sjáumst í Hagkaup í Smáralind!