Hönnun með framakonuna í huga

30. ágúst 2019

H&M Studio sviptir hulunni af haust- og vetrarlínu sinni en hún er hönnuð með það fyrir augum að hún sé fjölhæf og klassísk en með nútímalegu yfirbragði. Studio-línan kemur í takmörkuðu upplagi og verður fáanleg í völdum verslunum frá 5. september, þar á meðal í H&M, Smáralind. 

Línan var skotin af ljósmyndararnum Christian MacDonald og stílisti tökunnar var Ludivine Poiblanc, en hann veitti einnig ráðgjöf við hönnun Studio-línunnar. Fyrirsætan Adut Akech sat fyrir á myndunum sem teknar voru á götum New York borgar, þar sem orkan flæðir og enginn sefur. Línan samanstendur af skörpum sniðum, silkikjólum og klassískum prjónaflíkum. 

Lykilflíkur hennar eru síður kjóll með draumkenndu mynstri í kremlituðu og svörtu, tignarleg kremlituð skyrta úr þéttri bómull, þunnur heiðgulur rúllukragabolur, tvílitaður kjóll í svörtu og sinnepsgulu, svartur, stuttur skokkur úr silkiblöndu og vínrauð peysa úr ull með djúpu hálsmáli.

„Við fengum innblástur fyrir línuna með því að skoða töfrana sem finna má í hversdagslífinu. Sérhver flík í línunni er hönnuð til að endurspegla innsæi hinnar nútímalegu framakonu, sem er að nánast allan sólarhringinn. Það eru margar flíkur og samsetningar í línunni sem eru sígildar og munu endast um ókomin ár, “segir Angelica Grimborg, yfirhönnuður H&M Studio.

„H&M Studio-línan er innblásin af nútímakonunni. Hún er frjáls, valdamikil og stendur fast á sínu. Stíllinn hennar er klassískur í bland við nútímalega hönnun. Við völdum að taka myndirnar fyrir herferðina á iðandi götum New York borgar. Borgin sem aldrei sefur er bræðslupottur orku og fjölbreytni og er táknræn fyrir frelsi og styrk, “segir Ludivine Poiblanc, stílisti og listrænn ráðgjafi.

H&M Studio er sérhönnuð lína frá H&M sem kynnir komandi strauma og stefnur tískunnar. Línan kemur í takmörkuðu úrvali í útvaldar verslanir tvisvar á ári og er hönnuð af sérstöku Studio-hönnunarteymi í Stokkhólmi.