Hertar sóttvarnarreglur

21. desember 2021

Fimmtudaginn 23. desember taka í gildi hertar sóttvarnarreglur. Frá og með þeim degi er 2 metra regla við lýði, grímuskylda og fjöldatakmarkanir í verslunum. 

Í Smáralind er fyrirmælum Almannavarna vegna Covid-19 fylgt í hvívetna. Nú hefur tekið í gildi ný takmörkun á samkomum sem gildir til og með 12. janúar næstkomandi. Í Smáralind hafa takmarkanirnar þau áhrif að grímuskylda er í húsinu, bæði í verslunum og á göngugötu. Halda þarf 2 metrum á milli ótengdra aðila nema á veitingastöðum og í Smárabíói er nándarreglan 1 metri á milli sitjandi gesta. Verslanir mega taka á móti 50 manns í hverju sóttvarnarhólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10m2 má bæta við fimm viðskiptavinum, að hámarki 200 manns. Veitingastöðum, þar sem áfengisveitingar eru heimilar, mega hafa opið til kl. 21 alla daga vikunnar með að hámarki 20 gesti í rými og 2 metra fjarlægðarmörkum, en 1 metra þegar setið er. Vínveitingar skal bera til sitjandi gesta. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 22. 

Rekstur Smáralindar er að öðru leiti með óbreyttu sniði. Sprittstandar eru víðs vegar um húsið og þrif á sameignarsvæðum eru áfram ítarleg. Innpökkunarborð er lokað til að tryggja sóttvarnir.

Þrátt fyrir hertar takmarkanir er það von okkar að gestir Smáralindar geti áfram átt góðar stundir á lokametrum jólaundirbúningsins og njóti jólahátíðarinnar í faðmi sinna nánustu.