HÉRER.is fær tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna.
Við erum afar glöð og stolt af því að tísku- og lífsstílsvefurinn okkar, HÉRER.is, hafi hlotið tilnefningu sem besti vefurinn í flokknum Efnis- og fréttaveita á Íslensku vefverðlaununum.
HÉRER.is er tísku- og lífsstílsvefur sem veitir lesendum innblástur, hugmyndir og ráð um allt sem viðkemur tísku, fegurð, hönnun og lífsstíl. Hlutverk vefsins er að vera nokkurs konar vinkona eða vinur á netrúnti fólks. Á nánast hverjum degi kemur inn nýtt efni sem miðar að því að gefa góðar hugmyndir og ráð og sýna það vöruúrval sem verslanir í Smáralind bjóða upp á og auðvelda þannig lesendum að finna það sem þeir eru að leita að. Af nógu er að taka enda úrvalið í Smáralind nærri endalaust.
Það er Arna Fríða Ingvarsdóttir, grafískur hönnuður Smáralindar, sem á heiðurinn af hönnun vefsins. Helga Kristjánsdóttir er ritstjóri hans. Vefurinn er settur upp í vefumsjónarkerfinu Moya af vefstofunni Stefnu.
Íslensku vefverðlaunin fara fram þann 11. mars næstkomandi og það verður spennandi að sjá hver úrslitin verða.
Kíktu á nýjustu greinarnar á HÉR ER !