Hér er stærsta Lego-flugvél landsins 5. og 6. mars

1. mars 2022

Stærsta Lego-flugvél landsins lendir í Smáralind um helgina. Í vélinni eru 25.000 kubbar og það hefur tekið 588 klst. að kubba hana. Kíktu við um helgina og sjáðu lokaútkomuna!

Helgina 5. og 6. mars verður sannkölluð afrekshelgi í Smáralind, en þá verða síðustu legókubbarnir lagðir í flugvél sem hefur verið í smíðum frá því sumarið 2021.

Það sumar hófu tveir ungir menn, þeir Mikael Þór og Brynjar Karl, að byggja Icelandair-flugvél úr legókubbum. Tilefnið var tvíþætt. Í fyrsta lagi voru liðin 10 ár frá fyrsta flugi Icelandair til Billund, sem er einmitt heimili Lego. Í öðru lagi voru vélar Icelandair um það bil að fá nýtt útlit og því kjörið tækifæri að kubba vélina í því útliti. Verkefni af þessari stærðargráðu tekur gríðarlega mikinn tíma og metnað og á þeim mánuðum sem byggingin hefur tekið hafa 25.000 kubbar verið notaðir og 588 klukkustundum hefur verið varið í að byggja vélina.

Líttu við í Smáralind um helgina og sjáðu lokaútkomuna