Hér opnar Fótboltaland í janúar

9. nóvember 2022

Fyrsti fótboltaskemmtigarður landsins, Fótboltaland, opnar í Smáralind í janúar. Um er að ræða einn glæsilegasta skemmtigarð landsins með fjöldan allan af stafrænum tækjum og þrautum tengdum fótbolta. 

Í Fótboltalandi verður hægt að sækja afþreyingu fyrir börn og fullorðna þar sem vinsælasta íþrótt heims er í forgrunni. Með stofnun Fótboltalands er ekki bara verið að uppfylla þarfir fótboltaáhugafólks heldur einnig mæta vaxandi eftirspurn eftir fjörugri afþreyingu með hreyfingu sem hentar öllum aldurshópum.

Í Fótboltalandi verður að finna hátt í tuttugu mismunandi þrautabrautir og munu þær skiptast í keppnisbrautir og skemmtibrautir. Í keppnisbrautum munu gestir keppast um að fá sem flest stig úr hverri braut og sigra þannig vini eða fjölskyldu í viðkomandi brautum. Í skemmtibrautum snýst allt um að hafa gaman þó svo að alltaf sé hægt að stilla upp keppni í þeim brautum líka kjósi gestir svo. Í skemmtibrautum geta fleiri en einn spilað í einu. Notast verður við helstu tækninýjungar í Fótboltalandi og má þar nefna RFID armbönd sem halda utan um stigaskor keppanda og stafræn fótboltatæki sem notuð eru á æfingasvæðum stærstu fótboltaklúbba heims. Í Fótboltalandi verður einnig hægt að njóta veitinga og verður það kynnt betur síðar. Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu og eins og áður kom fram er stefnt að opnun í janúar. Nákvæm dagsetning á opnun Fótboltalands verður kynnt síðar.

Fótboltaland hefur gert samstarfssamning við Elite Skills Arena og hefur auk þess keypt tæki og tækni af þeim. Elite Skills Arena eru framleiðandi fótbolta æfingatækja og hafa þeir selt vörur sínar inn á æfingasvæði flottustu fótboltaklúbba heimsins