Hér eru Ungir frumkvöðlar

23. mars 2023

Helgina 24. og 25. mars verður Vörumessa Ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Á vörumessunni munu nemendur frá 15 framhaldsskólum kynna og selja nýsköpun sína. Vörumessunni lýkur kl. 17.30 á laugardaginn þegar verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta básinn og öflugustu sölumennskuna. 

Nemendur frá eftirfarandi skólum taka þátt í Vörumessunni: Borgarholtsskóla, Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, Kvennaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum á Ásbrú, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum á Ísafirði, Menntaskólanum í Kópavogi, Menntaskólanum við Sund, Tækniskólanum, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Verslunarskóla Íslands.

Dagskrá Vörumessu

Föstudagur 24. mars

11.00 - 18.00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - fyrri hluti

12.00-12.30 Formleg setning Vörumessunnar
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

12.30-14.30 Dómnefnd metur hugmyndir

Laugardagur 25. mars

11.00 - 18.00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - seinni hluti

13.30 - 15.30 Dómnefnd metur hugmyndir

17.30 - 18.00 Formleg lok Vörumessunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Halla Sigrún Matthiesen, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla, veita verðlaun fyrir frumlegasta sölubásinn og öflugustu sölumennskuna.