Hér eru Pakkajól Smáralindar

8. desember 2021

Það er hefð í jólahaldi margra að kaupa eina aukagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind og láta þannig gott af sér leiða fyrir jólin.

Um árabil hefur það verið hefð í jólaundirbúningi margra að kaupa eina aukagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind og láta þannig gott af sér leiða fyrir jólin. Jólagjafasöfnun Smáralindar, Pakkajól, snýst um að öll börn á Íslandi eigi gleðileg jól og fái eitthvað fallegt á aðfangadag. Þörf er á gjöfum fyrir börn á aldrinum 0-18 ára. Smáralind kemur þeim gjöfum sem safnast undir tréð til Hjálparstarfs kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar sem sjá um að koma þeim í réttar hendur. Pósturinn styrkir söfnunina með því að senda gjafir frá landsbyggðinni frítt til Smáralindar.

Til að leggja söfnuninni lið þarf að koma með gjöfina í Smáralind, eða kaupa á staðnum, og setja undir jólatréð sem er á 1. hæð hjá ZARA. Merkja þarf gjöfina með upplýsingum um hvaða kyn og aldri hún er ætluð, hægt er að fá merkimiða á þjónustuborði Smáralindar og við jólatréð. Vegna sóttvarnarráðstafana er innpökkunaraðstaðan í Smáralind lokuð við mælum því með að gjöfin sé sett í poka eða pökkuð inn heima. 

Smáralind tekur við gjöfum alveg fram að jólum en því fyrr sem gjafirnar berast því betra þar sem úthlutunardagar hjálparsamtakanna eru fyrir jól. 

Takk fyrir stuðninginn