Hér eru pakkajól

25. nóvember 2024

Pakkajól, pakkasöfnun Smáralindar, er hafin! Fáðu hlýju í hjartað með því að gefa eina auka jólagjöf og settu undir jólatréð í Smáralind. Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd sjá um að koma gjöfunum til barna sem búa við bág kjör hér á landi. Pósturinn tekur að vanda þátt í að dreifa jólagleðinni og sendir gjafir frá landsbyggðinni frítt til Smáralindar.

Mörgum er það bæði ljúft og skylt að stinga einum pakka eða fleirum undir jólatréð og líta jafnvel á það sem eina af jólahefðunum. Það er fátt eins nærandi og að láta gott af sér leiða, til dæmis með því að gefa eina jólagjöf í viðbót sem gleður jafnvel meira en allar aðrar. Gjöfin þarf að vera innpökkuð og merkt með upplýsingum um hvaða kyni og aldri hún er ætluð, merkimiðar eru við jólatréð okkar. Við hvetjum fólk til að vera tímanlega í því þar sem fyrsta úthlutun góðgerðarfélaganna hefst um miðjan desember.