Hér eru ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð
Við erum afar stolt og þakklát að Smáralind var þriðja árið í röð efst í flokki verslunarmiðstöðva í mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar.
Samkvæmt niðurstöðum mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar mælist ánægja viðskiptavina Smáralindar hæst í flokki verslunarmiðstöðva. Þessar niðurstöður eru okkur mikil hvatning og erum við afar þakklát okkar viðskiptavinum og öllu því frábæra fólki sem starfar í Smáralind og tekur á móti viðskiptavinum okkar á degi hverjum.
Við höfum gert ýmislegt á síðustu misserum til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina Smáralindar. Meðal annars hafa margar nýjar verslanir opnað í húsinu þannig að fjölbreytni og vöruframboð hefur aukist. Við höfum fjölgað hleðslustæðum við Smáralind og opnað fullkomna hjólageymslu fyrir viðskiptavini og starfsfólk og síðast en ekki síst settum við Smáralindarskólann á laggirnar sem er hugsaður til að efla enn frekar starfsfólk í verslun og þjónustu.
Það er gaman að sjá að þessar aðgerðir skili sér í ánægðari viðskiptavinum og um leið hvetjandi að halda áfram á þessari braut.
Takk fyrir okkur!