Hér eru ánægðari viðskiptavinir

16. janúar 2025

Við erum afar stolt og þakklát að Smáralind er efst í flokki verslunarmiðstöðva í mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar.

Samkvæmt niðurstöðum mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar mælist ánægja viðskiptavina Smáralindar hæst í flokki verslunarmiðstöðva. Þetta er í fjórða skipti sem Smáralind fær þessa viðurkenningu af þeim fimm skiptum sem verslunarmiðstöðvar hafa verið mældar og erum við afar stolt og þakklát fyrir þann árangur. Þessar niðurstöður eru okkur mikil hvatning og erum við afar þakklát okkar viðskiptavinum og öllu því frábæra fólki sem starfar í Smáralind og tekur á móti viðskiptavinum okkar á degi hverjum. 

Við höfum gert ýmislegt á síðustu misserum til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina Smáralindar. Meðal annars hafa margar nýjar verslanir og veitingastaðir opnað í húsinu þannig að fjölbreytni og vöruframboð hefur aukist. Það eru fjölmörg spennandi verkefni framundan hjá okkur sem miða að því að styrkja Smáralind enn frekar og á nýtt og stórglæsilegt veitingasvæði sem opnar í lok árs eflaust eftir að gleðja marga.

Við erum ákveðin í því að halda áfram að bæta okkur og gera Smáralind að áfangastað þar sem ánægjan blómstrar. 

Takk fyrir okkur!