Hér er útgáfuhátíð Sveindísar Jane

27. október 2023

Laugardaginn 28. október verður haldin glæsileg útgáfuhátíð kl. 14-17 í Penninn Eymundsson í tilefni útgáfu bókarinnar "Sveindís Jane saga af stelpu í fótbolta". Sveindís Jane verður á staðnum og áritar. 

Þetta er frábært tækifæri fyrir alla fótboltaaðdáendur að koma og hitta Sveindísi Jane sem spilar með íslenska kvennalandsliðinu og Vfl Wolfsburg í Þýskalandi. Með útgáfu bókarinnar vill Sveindís Jane veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu og hvatningu til að eltast við drauma sína. 

Á útgáfuhátíðinni verður Sveindís Jane á staðnum og áritar bókina. Allir sem kaupa bókina í Penninn Eymundsson um helgina fara í pott og geta unnið Nike fótboltaskó að eigin vali. Einnig verður Fótboltaland á staðnum með tæki og bjóða nokkrum heppnum kaupendum frí armbönd í Fótboltaland.