Hér er Snúran

1. desember 2021

Ein glæsilegasta húsgagna- og gjafavöruverslun landsins hefur opnað í Smáralind. Snúran býður upp á mikið úrval af fallegum gjafavörum og hágæða húsgögnum. Verslunin er staðsett á 1. hæð við hlið H&M. 

Snúran kappkostar við að bjóða upp á fjölbreytt og vandað úrval húsgagna, ljósa og almennra heimilismuna. Vel valdar vörur frá fjölmörgum heimsþekktum framleiðendum hefur verið aðalsmerki verslunarinnar ásamt góðri og persónulegri þjónustu. Í versluninni í Smáralind er að finna allt frá handsápum upp í sófasett. Þar er meðal annars mikið úrval af ilmkertum, þurrkuðum stráum, púðum, glæsilegum ljósum og ótrúlega fallegum húsgögnum.