Hér er Sjónarspil
Uppgötvaðu undraverðan heim sjónhverfinga á skemmtilegri gagnvirkri vísindasýningu í Smáralind. Sýningin er frábær afþreying fyrir forvitna huga á öllum aldri.
Við upplifum heiminn í gegnum skynfærin okkar, en vissir þú að það sem við sjáum og skynjum er ekki alltaf raunveruleikinn? Á Sjónarspili færðu tækifæri til að kanna hvernig heilinn okkar túlkar mismunandi skynáreiti og upplifa hvernig einfaldar sjónhverfingar geta breytt upplifun okkar á rými og stærð.
Sýningin er full af spennandi tilraunum og sjónrænum þrautum sem heilla bæði börn og fullorðna. Prófaðu hvernig litað ljós getur umbreytt hvítum flötum og hvernig óvenjulegir rammar breyta stærðarskynjun. Þetta er fullkomin blanda af fróðleik og fjöri fyrir alla aldurshópa.
Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega hönnuð fyrir verslunarmiðstöðvar. Undir slagorðinu „Science on Tour“ fer sýningin á milli landa í þeim tilgangi að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna.
Sýningin stendur yfir til og með sunnudagsins 2. mars og er öllum opin. Hún er staðsett á tveimur stöðum á 1. hæð göngugötu Smáralindar.
Komdu og upplifðu undraverðan heim sjónhverfinga!