Hér er Popup verslun Icewear Garn
Icewear hefur opnað Icewear Garn Popup verslun í Smáralind. Í versluninni má finna fjölbreytt úrval af garni í öllum regnbogans litum ásamt ýmiss konar smávöru og fylgihlutum.
Í versluninni er einnig hægt að glugga í og kaupa uppskriftir af fallegum flíkum fyrir alla fjölskylduna. Fyrir þá sem leita að gjöf fyrir prjónarann þá eru í boði glæsilegar gjafaöskjur sem henta vel í tækifærisgjafir eða í jólapakkann.