Hér er Pop-up verslun Icewear
Þann 19. september opnar Icewear Pop-up verslun í Smáralind og kynnir til sögunnar glænýja fatalínu sem hönnuð er í samstarfi við tónlistarmanninn Patrik Atlason-PBT.
Laugardaginn 21. september kl: 15:00 mun Patrik mæta á svæðið og halda uppi stuðinu og ýmislegt skemmtilegt um að vera fyrir utan verslunina. Pop-up verslun Icewear er á 2. hæð á móti Dúka, þar sem áður var ísbúð.