Hér er opið á sumardaginn fyrsta

18. apríl 2023

Við tökum fagnandi á móti komu sumars fimmtudaginn 20. apríl með kandíflossi, andlitsmálningu og blöðrum. Opið verður á milli 12 og 17 á sumardaginn fyrsta. 

Verslanir Smáralindar eru opnar á milli 12 og 17 á sumardaginn fyrsta og eru stútfullar af litríkum og skemmtilegum sumarvörum. Smárabíó , World Class og sumir veitingastaðir verða þó með opið lengur. Hvort sem þig vantar hugmyndir að sumargjöf eða langar að forvitnast um nýjustu straumana í sumartískunni þá mælum við með heimsókn á HÉRER.is.

Dagskrá á sumardaginn fyrsta kl. 13-16

Blöðrulistamenn gefa blöðrufígúrur
Staðsetning: 2. hæð hjá H&M

Andlitsmálning
Staðsetning: 1. hæð hjá Útilíf

Kandífloss
Staðsetning: 1. hæð á móti Karakter

Klippimyndasmiðja kl. 13-14

Í tilefni Barnamenningarhátíð Kópavogs fer fram sýningin Vatnsdropinn á göngugötu Smáralindar. Á sýningunni gefur að líta verk eftir nemendur úr grunnskólum Kópavogs auk þess sem verk frá sýningu Vatnsdropans í Gerðarsafni verður til sýnis en það er hannað af ungum sýningarstjórum Vatnsdropans. Þá verður hægt að leggjast í kósíhorn og hlusta á sögurnar sem valdar voru sem þema sýningarinnar. Öll verk sýningarinnar eru eftir unga Kópavogsbúa. Sýningin er á fjórum stöðum á 1. hæð Smáralindar.

Gleðilegt sumar