Hér er Leikandi laugardagur

16. október 2024

Það verður líf og fjör í Smáralind laugardaginn 19. október þar sem margt verður um að vera fyrir yngstu kynslóðina. Lalli töframaður sýnir ótrúlega töfra, frítt í bíó á Villta vélmennið, andlitsmálning, frostpinnar og fleira spennandi.

Komið og eigið skemmtilega fjölskyldustund í Smáralind.

Dagskrá

Frítt í Smárabíó á Villta vélmennið
Kl. 13
Uppbókað er í bíóið og ekki fleiri sæti laus!
Pantaðu miða með því að senda tölvupóst á smaralind@smaralind.is
Athugaðu að hægt er að panta að hámarki 5 miða á meðan húsrúm leyfir.
Staðsetning: Smárabíó

Lalli töframaður
Kl. 15
Staðsetning: Svið á 1. hæð hjá H&M.

Andlitsmálning
Kl. 13-16
Staðsetning: 1. hæð hjá Karakter.

Frostpinnar
Kl. 13 og á meðan birgðir endast.
Staðsetning: 1. hæð hjá Selected.

Fruit Funk ávaxtastangir
Kl. 13 og á meðan birgðir endast.
Staðsetning: 1. hæð hjá Selected.