Hér er Krakkahlaup
Krakkahlaup Útilífs og Nike mun fara fram í Smáralind sunnudaginn 1. september. Húsið opnar klukkan 10:30 og mun hlaupið hefjast klukkan 11. Latibær verður á svæðinu, útdráttarverðlaun og mikið fjör.
Sunnudaginn 1. september ætlum við að taka daginn snemma, þar sem að Útilíf og Nike á Íslandi munu halda skemmtilegt krakkahlaup í Smáralind. Húsið opnar klukkan 10:30 og hlaupið hefst svo klukkan 11 við verslun Útilífs. Íþróttaálfurinn og Solla Stirða hvetja alla krakka áfram og halda uppi stuðinu. Útdráttarverðlaun verða eftir hlaupið og 20% afsláttur af öllum Nike vörum í Útilíf. Tilvalið fyrir stóra og smáa íþróttagarpa að koma og spreyta sig á hlaupi um Smáralind!
Sjáumst