Hér er Jólagleði

17. nóvember 2022

Gerðu þér glaðan dag, laugardaginn 19. nóvember, þegar ljósin á jólatrénu í Smáralind verða tendruð.

Það verður sannkölluð jólagleði þegar ljósin á jólatrénu í Smáralind verða tendruð klukkan 14 á laugardaginn, 19. nóvember. Þá er tilvalið að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni. Benedikt búálfur og Dídí mannabarn mæta og skemmta gestum, barnakór Hörðuvallaskóla tekur lagið og óvæntir gestir mæta með gotterí frá Nóa Siríus. Að auki verður boðið upp á ristaðar möndlur og notalegur jóladjazz mun hljóma um húsið að athöfn lokinni. 

Uppákoma  Tími 
 Benedikt Búálfur og Dídí 14-14.30
 Barnakór Hörðuvallaskóla 14-14.30
 Óvæntir gestir  14.30 
 Ristaðar möndlur 13-16 
 Jóladjazz 15-16 


Hlökkum til að sjá þig