Hér er jólagleði

20. nóvember 2024

Það verður sannkölluð jólagleði þegar ljósin á jólatrénu í Smáralind verða tendruð kl. 14 laugardaginn, 23. nóvember. Tilvalið að mæta með alla fjölskylduna og gera sér glaðan dag saman.

Glæsileg dagskrá verður í boði þennan dag, en Sylvía og Árni úr Bestu lög barnanna sjá um tendrun ljósanna á  jólatrénu ásamt því að skemmta börnum og öðrum gestum, Möndlubarinn verður á svæðinu og býður upp á nýristaðar möndlur, Kór Hörðuvallaskóla tekur lagið, hægt verður að taka mynd af sér með jólasveini og ljúfir djasstónar óma um húsið.

DAGSKRÁ

Tendrun jólatrésins kl. 14

Sylvía og Árni úr Bestu lög barnanna tendra ljósin á jólatrénu, byrja Pakkajólin og skemmta börnum og öðrum gestum
Staðsetning: 1. hæð hjá Zara

Kór Hörðuvallaskóla kl. 14:30

Kór Hörðuvallaskóla syngur nokkur vel valin jólalög
Staðsetning: 1. hæð hjá Zara

Ristaðar möndlur kl. 14-16

Möndlubarinn mætir á svæðið og ristar möndlur í boði hússins
Staðsetning: 1. hæð hjá H&M Home

Myndataka með jólasveini kl. 14-16

Þau yngstu geta fengið mynd af sér með jólasveini
Staðsetning: 1. hæð hjá H&M

Jóladjass kl. 15-17

Jóladúett Steina Sax spilar ljúfa jóladjass tóna
Staðsetning: 1. hæð hjá Söstrene Grene / 1. hæð hjá Zara 

                                                                                                    

Sjáumst í jólaskapi