Hér er Jólagleði

14. nóvember 2023

Það verður sannkölluð jólagleði þegar ljósin á jólatrénu í Smáralind verða tendruð kl. 14 laugardaginn, 18. nóvember. Tilvalið að mæta með alla fjölskylduna og gera sér glaðan dag saman.

Glæsileg dagskrá verður í boði þennan dag, en Gunni og Felix mæta á jólanáttfötunum og sjá um tendrun jólatrésins ásamt því að skemmta börnum og öðrum gestum, Möndlubarinn verður á svæðinu og býður upp á nýristaðar möndlur, Kór Hörðuvallaskóla tekur lagið, Haggaland í Hagkaup opnar og ljúfir djasstónar óma um húsið. 

DAGSKRÁ

Tendrun jólatrésins kl. 14

Gunni og Felix tendra ljósin á jólatrénu, byrja Pakkajólin og skemmta börnum og öðrum gestum
Staðsetning: 1. hæð hjá Zara

Kór Hörðuvallaskóla kl. 14:30

Kór Hörðuvallaskóla syngur nokkur vel valin jólalög
Staðsetning: 1. hæð hjá Zara

Ristaðar möndlur kl. 14-17

Möndlubarinn mætir á svæðið og ristar möndlur í boði hússins
Staðsetning: 2. hæð hjá Lindex

Jóladjass kl. 15-17

Jólatríó Halla Guðmunds spilar ljúfa jóladjass tóna
Staðsetning: 1. hæð hjá Söstrene Grene / 1. hæð hjá Zara 

Opnun Haggalands kl. 13-14

Hagkaup kynnir til leiks refinn Hagga og Haggaland í Hagkaup Smáralind sem er skemmtilegt svæði með þrautum og leikjum. Boðið verður upp á blöðrur og ávexti á meðan birgðir endast, refa andlitsmálingu og Birgitta Haukdal áritar Láru og Ljónsa bækur
Staðsetning: Hagkaup

                                                                                                    

Sjáumst í jólaskapi