Hér er Haggahlaup

17. janúar 2025

Hagkaup ætlar að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða kátum krökkum að taka þátt í stuttu og skemmtilegu hlaupi í Smáralind í tengslum við Heilsudaga í Hagkaup á sunnudaginn 19. janúar.

Haggi sjálfur verður á svæðinu og tekur létta upphitun með hópnum áður en hlaupið er af stað. Að hlaupinu loknu verður boðið upp á gjafapoka með Muna maískökum, Happy Monkey safa, Hagga límmiðum og ávöxtum á meðan birgðir endast. Upphitun hefst kl. 11:00 fyrir framan Hagkaup í Smáralind.

Hlökkum til að sjá ykkur!