Hér er H&M

3. júlí 2019

Þú finnur eina glæsilegustu H&M-verslun heims í Smáralind. Rúmlega fimm þúsund fermetrar stútfullir af nýjustu tísku fyrir konur, karla og börn og svo má ekki gleyma hinu sívinsæla H&M Home sem hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi.

Þó útsölurnar séu í fullum gangi koma alltaf nýjar og ferskar vörur vikulega í H&M. Þessi fágaða, doppótta skyrta og fölfjólubláa pils er gott kombó. Takið sérstaklega eftir skónum. Skærir litir í bland við pasteltóna og jarðliti er trend sem við sjáum mikið af í sumar.

Pallíettur eru alltaf vinsælar hjá litla fólkinu okkar. Pallíettupils við gæjalegan gallajakka og leopard-skó er góð blanda.

Nýja lúxus-aukahlutalínan í H&M er tilvalin til að ná fram svokölluðu Rivieru-lúkki.

Þau gerast ekki mikið fallegri barnafötin. Þú finnur alltaf eitthvað dásamlega mjúkt og fallegt í barnadeild H&M.

Púðaverin í H&M Home eru mörg hver á útsölu þessa dagana. 

Þeir sem þekkja rúmfötin úr H&M Home vita hversu dásamlega mjúk þau eru.

Tágakörfur eru heitar í innanhúshönnunartískunni og praktískar með eindæmum.

Retró sólgleraugu á kæró gerir heildarmyndina í sumar. Skoðið úrvalið í karladeild H&M.

Unga fólkið getur leikið sér með trend dagsins og fengið nýjustu tísku á góðu verði.

Vantar þig sundfötin fyrir sumarfríið? H&M er með æðislegt úrval af klæðilegum, klassískum og súper-trendí sundfötum og fylgihlutum fyrir fríið.