Hér er fuglagrímusmiðja ÞYKJÓ í vetrarfríinu

21. febrúar 2025

Mánudaginn 24. febrúar frá kl. 13-15 geta börn í fylgd fullorðinna komið í Smáralind og gert sína eigin furðufuglagrímu með aðstoð hönnuða ÞYKJÓ.

 

Er þetta lóa? Er þetta spói? Er þetta kannski furðufugl?

Í grímusmiðjunni Furðufugl fá börn tækifæri til að skapa sína eigin furðufugla ásamt fjölskyldunni með aðstoð hönnuða ÞYKJÓ á mánudaginn 24. febrúar frá kl. 13-15.

 

 

Smiðjan er ætluð börnum 4 ára og eldri í fylgd fullorðinna.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin, allur efniviður er á staðnum.

 

Við hlökkum til að sjá hvaða nýju fuglar ungast út þennan dag!