Hér er Gina Tricot

4. nóvember 2024

Opnun fatakeðjunnar Gina Tricot í Smáralind fór fram úr björtustu vonum þar sem röð var út að dyrum hjá þessari glæsilegu verslun sem slegið hefur í gegn hjá landanum.

Það var sannkölluð hátíðarstemning þegar Gina Tricot opnaði þann 1. nóvember síðastliðinn en fyrstu gestir mættu um fjórum tímum fyrir opnun enda spennan í hámarki hjá yngri kynslóðinni. Þekktir áhrifavaldar á borð við Sunnevu Einars sáu um að opna verslunina formlega en hleypt var inn í hollum og röð út alla Smáralind. Við bjóðum Ginu Tricot velkomna í fjölbreytta flóru verslunnar og þjónustu í Smáralind. Verslunin er staðsett á milli Karakter og Dressmann á fyrstu hæð.