Hér er frístundagleði

29. ágúst 2019

Komdu í Smáralind um helgina og kynntu þér fjölbreytt tómstundastarf sem er í boði í vetur fyrir börn og fullorðna.  

Átta tómstundafélög af höfuðborgarsvæðinu verða í Smáralind og munu þau veita upplýsingar um sitt vetrarstarf og gefa innsýn í það sem þau bjóða upp á. Þau félög sem verða á staðnum eru Skema, Reykjavík MMA, DWC, Plié, Vocalist, Breiðablik, GT Akademían og Dansdeild HK. Það verður margt áhugavert að sjá og prófa:

Skema mun sýna það nýjasta í forritunar og tæknikennslu barna. Þau munu m.a. sýna vatnspíanó sem hægt er að spila tónverk á með því að bleyta á sér hendurnar. Einnig verður hægt að leika sér og læra með vélmennum og spjaldtölvum. 

GT Akademían býður upp á kappakstursupplifanir fyrir einstaklinga og hópa ásamt því að vera með námskeið fyrir ungt fólk. Í Smáralind ætla þau að kynna starfssemi sína og bjóða gestum að prófa akstur í sýndarveruleika og fá þeir fimm sem ná bestum tíma á braut gjafabréf í verðlaun. 

Reykjavík MMA kenna bardagalistir s.s. Brazilian Jiu-jitsu, Kick box og glímu. Þau munu sýna tækni og brögð og svara spurningum um sitt vetrarstarf.

Plié listdansskóli munu sýna dans kl. 14 og 16 báða dagana ásamt því að veita upplýsingar um vetrarstarfið og bjóða þeim yngstu að prófa léttar þrautir. 

Vocalist söngskóli mun kynna söngnám og fyrrum nemendur flytja nokkur lög kl. 13.30 og 15.30 báða dagana.

Dansdeild HK mun sýna samkvæmisdansa kl. 13, 15 og 17 báða dagana ásamt því að veita upplýsingar um sitt vetarstarf.

Breiðablik verður á staðnum og kynnir sitt fjölbreytta vetrarstarf ásamt því að bjóða gestum að spreyta sig á körfuboltaleikjum.

Dansstúdíó World Class sýnir dans kl. 14.30 og 16.30 báða dagana ásamt því að kynna dansnámskeiðin sín sem hefjast 9. september.

Viðburðurinn fer fram laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. september á göngugötu Smáralindar og er tilvalin fyrir þá sem eiga eftir að ákveða hvað þeim langar að gera í vetur sem og aðra sem langar að gera sér dagamun og sjá og prófa eitthvað skemmtilegt.