Hér er ein glæsilegasta hjólageymsla landsins

21. júní 2021

Ein glæsilegasta hjólageymsla landsins opnaði nýlega í Smáralind. Nú getur þú geymt hjólið þitt inni á meðan þú nýtur þess að versla, borða eða skreppa í bíó. 

Í Smáralind er glæsileg aðstaða til að geyma hjól fyrir viðskiptavini og starfsfólk hússins. Í hjólageymslunni er pláss fyrir 35-40 hjól. Rýmið er vaktað með öryggismyndavélum og er vel upplýst og upphitað. Í rýminu er viðgerðarstandur í hæsta gæðaflokki og hægt að hlaða rafmagnshjól og hlaupahjól, pumpa í dekk og fleira. Frítt er að geyma hjól í hjólageymslunni sem er staðsett á 1. hæð norðan megin við Smáralind, til hliðar við aðalinnganginn. Þá eru hjólagrindur umhverfis allt húsið sem taka við um 60 hjólum. Hjólageymslan er opin frá kl. 8 á morgnanna og til 23 á kvöldin.

Standar fyrir rafmagnshlaupahjól

Fyrir utan hjólageymsluna eru standar fyrir rafmagnshlaupahjól þar sem hægt er að læsa þeim og hlaða frítt með appinu Bikekeep Scooter Station.

Njótum þess að hjóla í sumar