Hér er BREEAM In-Use vottuð bygging

8. maí 2023

Smáralind hlaut BREEAM In-Use umhverfisvottun fyrst allra bygginga á Íslandi árið 2019 og nú nokkrum árum síðar hefur Smáralind hlotið endurvottun. 

"Smáralind hefur nú verið endurvottuð eftir nýjustu kröfum BREEAM In-Use og er það staðfesting þriðja aðila á að bestu stöðlum og kröfum sé fylgt í rekstri fasteigna" segir Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdarstjóri sjálfbærni hjá Reginn, móðurfélagi Smáralindar.

BREEAM In-Use vottunin er hönnuð til að meta og draga úr umhverfisáhrifum ásamt því að bæta rekstur atvinnuhúsnæðis á hagkvæman og áhættulítinn hátt. Umhverfisvottun fasteigna auðveldar upplýsingagjöf til leigutaka um rekstrarþætti eins og orku- og sorpflokkun sem æ meiri eftirspurn er eftir. Vottunin veitir því ákveðna yfirsýn yfir frammistöðu Smáralindar í umhverfismálum og sjálfbærni.

Reginn hefur sett sér metnaðarfulla sjálfbærnistefnu sem m.a. felur í sér að félagið ætlar að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna. Þessi endurvottun er því í fullu samræmi við þá stefnu og erum við afar stolt af henni.