Hér er Beyglu kompaníið

15. nóvember 2024

Þann 16. nóvember opnar Beyglu kompaníið dyrnar í Smáralind en um ræðir nýjan veitingastað þar sem bragðmiklar og ferskar beyglur eru í aðalhlutverki.

Beyglurnar frá Beyglu kompaníinu eru nýbakaðar á hverjum degi og toppaðar með úrvals fersku hráefni og fjölbreyttum smyrjum.
Að auki verður úrval af salötum, ferskum djúsum og ljúffengt bakkelsi.

Staðurinn er staðsettur á 1. hæð á móti XO.