Hér er Bacco
Bacco er nýr ítalskur pop-up veitingastaður sem er framhald af vinsæla matarvagninum Little Italy sem færir nú þessa fersku og vinsælu upplifun í Smáralind.
Bacco býður upp á ekta ítalskan mat þar sem allir réttir á matseðli eru gerðir frá grunni úr hágæða hráefnum. Girnilegir pastaréttir, súrdeigspizzur og ljúffengir smáréttir í anda ítalskrar hefðar sem hægt er að para með vönduðu úrvali vína.
Staðurinn er staðsettur á 2. hæð, á milli Subway og Sbarro.
Komdu við á Bacco til að njóta afslappaðrar stemningar og alvöru ítalskrar matargerðar.