Helena Christensen X H&M

17. febrúar 2020

Danska súpermódelið og ljósmyndarinn Helena Christensen deilir með okkur æðislegum myndum af blómum og skapar þannig einstaka línu í samstarfi við H&M.  

Fallegar myndir Helenu njóta sín vel á bolum og peysum en hún tók einnig myndirnar fyrir auglýsingaherferðina sem hér má sjá. Helena Christensen X H&M-línan er komin í verslun H&M í Smáralind.

Við verðum að viðurkenna að það vottar fyrir örlitlu Helenu-skoti og því er ekki ólíklegt að við nælum okkur í eins og einn bol úr línunni. Hver man eftir næntís-Helenu?