Heitustu gallabuxurnar í dag og allt sem þú þarft til að poppa upp á fataskápinn

14. janúar 2020

Vortískutrendin sem hægt er að byrja að tileinka sér eru beinar gallabuxur, sem ganga í endurnýjun lífdaga, og leðurlíki í allskyns útfærslum og litum. Stílisti Smáralindar fór á stúfana og kynnti sér málið. Hér er allt sem þú þarft!

Sá stíll sem virðist aftur eiga upp á pallborðið hjá hönnuðum stærstu tískuhúsa heims á borð við Gucci, Marc Jacobs og Celine er bootcut-snið og útvíðar gallabuxur.

Celine

Stílstjörnurnar eru nú þegar farnar að tileinka sér trendið.

Sá stíll sem við höfum fundið og fallið fyrir sem líkist þessum er Voyage-týpan frá Weekday sem kemur í ýmsum litaútfærslum. Þær kosta um 6.700 í Weekday í Smáralind.

Leðurflíkur eru líka eitt heitasta vortrendið sem í hugum margra er ekki beint vorlegt. Með hækkandi sól verður þó örlítið litríkara leður en hefur tíðkast áberandi og leður eða leðurlíki verður að finna í bókstaflega öllu. Buxum, skyrtum, kápum og kjólum. Eins og sjá má hér á tískukrádinu.

Stílisti Smáralindar fann þessa í Weekday en aðra svipaða má finna í nýjustu línu Zara.

Eins verður ekkert lát á blazerum og kápum í yfirstærð. Kolféll fyrir þessum í Weekday enda tekinn fallega saman í mittið og úr ullarblöndu og því viðeigandi fyrir íslenskt veðurfar.

Geggjuð skyrta á útsölunni á 2.950 kr. Mjööög freistandi!


Brúnn, beis, kamellitur og hermannagrænn eru litapalletta dagsins.


Þessi blazer kæmi sér vel þegar hlýna fer í veðri.

Geggjaður samfestingur.

 

 

 

Við mælum með heimsókn í Weekday í Smáralind sem er einnig með risastóra karladeild og endalaust úrval af smart gallabuxum.