Heitasti fylgihluturinn í sumar

16. júlí 2019

Allskyns hárfylgihlutir hafa notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Allt frá svokölluðum "scrunchie"-teygjum og áberandi skrautlegum spennum yfir í klassískari spangir.

Fylltar hárspangir eru fylgihlutur sem hefur sést á hverri tískudívunni á fætur annarri og hver einasta tískukeðja sem selur ódýrari vörur komin með sína útgáfu af hönnun frú Prada. Eins og svo margt sem slær í gegn í tískuheiminum og nýtur almennra vinsælda þá á hún heiðurinn að þessu súpertrendi. Hér má sjá nokkrar af hennar útfærslum á hárspangartrendinu á vor-sumartískusýningu Prada 2019.

Tískurisinn Zara fylgdi fast á eftir og fylltu hárspangir þeirra eru komnar í verslanir Zöru í Smáralind.

Hárböndin eru ekki síður falleg hjá Zöru.

Hér má sjá fallega perluskreytta spöng.

Það má finna eina í svipuðum stíl í H&M, Smáralind.

Lindex, Smáralind.

Svart er alltaf klassískt.

Nýtt úr Monki, Smáralind.

H&M, Smáralind.