Prófaðu - heillandi eðlisfræði í Smáralind
Er eðlisfræði heillandi? Það er spurning sem við reynum að svara á gagnvirkri vísindasýningu fyrir alla fjölskylduna sem nú stendur yfir í Smáralind.
Á þessari sýningu gegna tilraunir aðalhlutverki - með því að prófa, reyna og gera tilraunir verða vísindin spennandi og hver gestur fær að nálgast þau með sínum hætti.
Sýningin er skemmtileg um leið og hún er fræðandi og er jafnt fyrir unga sem og aldna. Sýningin er staðsett á fjórum stöðum á 1. hæð Smáralindar og er opin öllum.
Prófaðu - heillandi eðlisfræði
Komdu og prófaðu!