Haustlína Monki

16. september 2019

Við kynnum okkur haustlínu Monki sem von er á í verslunina í Smáralind í lok september.

Í haustlínu Monki í ár eru ómissandi flíkur sem henta sérlega vel til lagskiptingar. Áhersla er lögð á mínimalískan stíl og áberandi útlínur sem skapar útlit sem er frábært frá öllum hliðum séð – jafnvel þegar þú fellur um koll.

Ljósmyndarinn Sarah Blais myndaði fyrirsætuna Lily McMenamy í iðandi mannlífi Parísarborgar og hver einasta hrösun, fall og kollsteypa var fest á filmu en Lily klæddist hátískuhaustfatnaði frá Monki,  m.a. þægileg og sportleg sett í stíl, flæðandi, kvenleg pils og svalar, aðsniðnar kápur.
Ef þú fellur um koll í haust og missir allt úr höndunum, vill Monki hvetja þig til að brosa breitt þrátt fyrir allt – vegna þess að allir hafa lent í því sama. Og best er að gera það í #monkistyle!

Glöggir tískuáhugamenn- og konur gætu kannast við fjölskyldusvipinn- og nafnið á fyrirsætunni Lily McMenamy en móðir hennar, Kristen McMemany var ein þekktasta fyrirsæta tíunda áratugarins. Hún giftist ljósmyndaranum Miles Aldridge en það var enginn annar en Karl Lagerfeld heitinn sem leiddi hana upp að altarinu en það var  fyrirsætan Naomi Campbell sem var brúðarmeyja, íklædd svörtu frá toppi til táar. Hér að neðan má sjá líflega haustlínu Monki sem von er á í verslunina í Smáralind í lok september.

"Áhersla er lögð á mínimalískan stíl og áberandi útlínur sem skapar útlit sem er frábært frá öllum hliðum séð – jafnvel þegar þú fellur um koll."