Hagkaup breytir og bætir

30. október 2020

Hagkaup í Smáralind gekkst nýlega undir yfirhalningu og státar nú af risastórri leikfangadeild með gríðarmiklu úrvali og endurbættri og stærri búsáhalda- og garnadeild.  

Hagkaup í Smáralind er búin að fá mikla yfirhalningu síðustu vikur, búsáhaldadeildin hefur verið stækkuð og betrumbætt og garnadeildin er ein sú stærsta og flottasta á landinu. Leikfangadeildin er í sérflokki, risastór og með mikið úrval af litríkum og skemmtilegum leikföngum.