Hagkaup lengir opnunartíma

19. nóvember 2020

Hagkaup í Smáralind er nú með opið til 21 á virkum dögum og til 18 um helgar. Verslunin vill með þessu móti auðvelda viðskiptavinum jólainnkaupin og dreifa álagi á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi. Risa Tax Free dagar eru nú í versluninni sem standa yfir til 26. nóvember.

Verslunin Hagkaup er nú opin á milli 10 og 21 á virkum dögum og til 18 um helgar. Lengdur afgreiðslutími er liður í því að auðvelda viðskiptavinum jólainnkaupin og dreifa álaginu á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi. Afgreiðslutíminn verður svo lengdur enn frekar þegar lengri jólaopnunartími hefst í Smáralind. 

Risa Tax Free dagar hófust í Hagkaup í dag og standa yfir til og með 26. nóvember. Tax Free afsláttur er af öllum snyrtivörum, leikföngum, bókum, fatnaði, skóm, heimilisvöru og garni. Hagkaup minnir viðskiptavini á að passa upp á sóttvarnir, virða 2 metra regluna og vera með grímu.