H&M HOME og Poppy Delevingne í eina sæng

14. ágúst 2019

H&M HOME kynnir nýja innanhúslínu sem hönnuð er í samstarfi við leikkonuna og stílíkonið fagra, Poppy Delevingne. Litríkt heimili hennar er sannkallað himnaríki fyrir fagurkera og þá sem aðhyllast meira er meira stílinn. Við bíðum spennt eftir línunni sem kemur í H&M HOME í Smáralind í lok ágúst.

Innanhússtíll Delevingne telst seint mínimalískur en hún fær mikinn innblástur frá bæði kvikmynda-og tískuheiminum. Heimili hennar í vesturhluta Lundúna er skemmtileg blanda af elegans, litríkum mynstrum og mjúkri áferð sem gerir það einstaklega persónulegt og hlýlegt. Dökkgrænn og jarðartónar H&M HOME pössuðu því vel  inn í rýmið hjá Delevingne. Koparlitað messing, antíkbleikan og fölgráan má einnig sjá bregða fyrir í línunni en blanda þessar efna og áferða gera stílinn í senn klassískan og skemmtilega eklektískan.

„Að skapa sér heimili snýst um að umvefja sig hlutum sem maður elskar, og ég kolféll fyrir vörunum í línunni frá H&M HOME. Það er líka ótrúlega spennandi að fá tækifæri til að vinna með innanhússmerki sem er á uppleið og býður upp á breitt úrval af mismunandi stílum og hönnun, sérstaklega þar sem að ég elska að blanda saman mörgum ólíkum hlutum og skapa þannig minn eigin stíl,.“ segir Poppy Delevingne. 

„Það er alltaf ánægjulegt að sjá H&M HOME vörur inni á heimilum fólks og það var sérstaklega gaman að heimsækja heimili Poppy. Stíllinn hennar er svo skemmtilegur og heillandi – svo elskar hún að nota liti um allt hús,“ segir Camilla Henriksson, yfirmaður markaðs-og samskiptamála hjá H&M HOME.

Hér má sjá brot úr línunni sem kemur í verslanir H&M HOME í Smáralind í lok ágúst.