Götumarkaður og útsölulok

31. janúar 2020

Nú er hægt að gera ótrúlega hagstæð kaup á Götumarkaði í Smáralind. Hér eru nokkrar perlur sem vert er að tékka á.

Snjógallarnir frá Name it eru ekki bara hlýir heldur algert konfekt fyrir augað. Nú eru þeir á 70% afslætti en fullt verð er 14.990 kr.

Yfirhafnir eru eitthvað sem okkur vantar alltaf hér á landi og þegar svona fallegar úlpur eru á 70% afslætti er erfitt að segja nei. Fullt verð 9.990 kr.

Hægt er að fá úlpur niður í 1.000 krónur í Lindex á Götumarkaðnum.

Þessi jakki hefur verið á óskalistanum okkar lengi. Hann var kominn niður í 5.450 krónur en nú er 20% aukaafsláttur af útsöluvöru í Weekday.

Þessi krókódílastígvél setja ákveðinn punkt yfir i-ið á dressinu. Þau voru á 25.995 kr en nú á 10.995 kr. í GS Skór.

Klassísk leðurökklastígvél eru góð kaup. Okkur þykja þessi einstaklega smart. Nú á 11.497 kr.

Verðið í Zara fer niður í rúman 500 kall um þessar mundir en þessi fallegi rykfrakki er nú á helmingsafslætti á 7.995 kr. Fullkominn þegar daginn fer að lengja. 

Bómullarbolirnir, skyrturnar, buxurnar og skórnir- allt frá Selected er í uppáhaldi hjá okkur. Nú er hægt að gera hlægileg kaup á góðri vöru fyrir bæði kynin. Þessi skyrta er til að mynda á 3.000 krónur, hægt er að kaupa bómullarboli á 1.000 kr og vandaða skó á 4.000 kr.

Komdu í heimsókn í Smáralind og gerðu kaup ársins!