Fimleikafjör í Smáralind

14. september 2022

Dagana 14. – 17. september verður hægt að horfa á alla keppnisdaga Evrópumótsins í hópfimleikum í beinni útsendingu í Smáralind. Þar sem Pizza Hut var áður er komið EM-horn, en þar geta áhorfendur komið saman og skemmt sér við að horfa á mótið á stórum skjá, og stutt landsliðið okkar í góðri stemningu.

Laugardaginn 17. september verður einnig skemmtidagskrá og mikil fimleikagleði í Smáralindinni sem endar í EM-horninu þar sem hægt verður að horfa á úrslitakeppni í kvenna- og karlaflokki.

Einnig verður mótið sýnt á veitingastaðnum Sport og Grill og á skjáum víða um Smáralind þar sem að gangandi vegfarendur geta staldrað við og horft á þessa glæsilegu íþrótt sem fimleikar eru.

EM-Timasetningar-INSTAPOST-2

Þann 17. september er svo skemmtileg dagskrá þar sem boðið verður upp á fimleikaatriði, handstöðukeppni þar sem hver sem er getur tekið þátt, sirkussýningu frá Skemmtikraftaköllum, atriði úr Latabæ, blöðrur frá Blaðraranum, andlitsmálningu og HM-farar í áhaldafimleikum gefa eiginhandaáritun.

Smelltu hér og skoðaðu dagskrána á vef Fimleikasambands Íslands.

Vertu velkomin í fimleikafjör í Smáralind!